Breytum húsnæði í heimili

Allt á einum stað

Við hjá Fokhelt sérhæfum okkur í endurbótum á heimilum. Við höfum góða og haldbæra reynslu af hinum ýmsu verkefnum. Hjá okkur færðu allt fyrir verkið á einum stað. Við erum í samstarfi við iðnaðarfólk í öll verkefni og gefum tilboð í vinnu fyrir allt verkið.

Parket

Við leggjum perket og gólflista. Ef vinna þarf undirvinnu eins og flotun á gólfi þá græjum við það.

Eldhús

Fyrir mörgum er eldhúsið eitt allra mikilvægasta rými heimilisins. Við setjum upp eldhúsinnréttingar og öll þau tæki sem fylgja eldhúsinu.

Bað

Það getur verið mikið verk að endurnýja baðherbergi. Við tökum baðherbergið í gegn á skömmum tíma og leggjum fram tillögur að réttum efnivið fyrir verkið.

Veggir

Þarftu að breyta skipulagi húsnæðisins eða færa millivegg. Við getum aðstoðað þig við það og notumst við þann efnivið sem hentar best hverju sinni.
Leit